Treats

Í Litlabýli er boðið uppá morgunverð þar sem áhersla er lögð á heimabakstur og má þar finna heimagerða sultu, marmelaði og hjónabandssælu. Gestir Litlabýlis áttu það til að óska eftir að fá að kaupa hjónabandsæluna af morgunverðarhlaðborðinu en eins og allir vita væri ekki mikið varið í hana eftir marga daga í ferðatösku.

Uppskriftin af hjónabandssælunni tilheyrir fjölsyldunni og sama með sultunar . Rabarbarann týni ég svo úr garði langafa míns. Rabarbaragarðurinn okkar er á Ingjaldssandi við hliðina á reykkofa þar sem reykt var grásleppa, hangikjöt og rúllupylsur á árum áður og öskunni síðan dreift yfir garðinn sem gefur þetta einstaka bragð. Rabarbarinn sem við notum í sultuna okkar er Vínrabarbari, hann er fínni, sætari og rauðari en sá sem almennt þekkist. Ég er fimmti ættliðurinn sem tíni rabbabara úr þessum garði og nýti til matargerðar. Rabarbari er sú jurt sem alltaf vex alveg sama hvernig viðrar og er best að tína hann miðsumars.

Showing the single result